Í áfangastaðaáætlun Suðurlands er sett fram framtíðarsýn og meginmarkmið ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Þar er meðal annars dregið fram mikilvægi gæða, fræðslu og menntunar.
Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi:
Ferðaþjónusta á Suðurlandi er sjálfbær þar sem lögð er áhersla á heildræna þróun í sátt við náttúru og samfélag. Ferðaþjónustan er öflug atvinnugrein og samvinna ríkir á milli mismunandi hagsmunaaðila þar sem hugað er að gæðum, upplifun, upplýsingagjöf, fræðslu og ánægju gesta.
Ein af undiráherslunum er:
Möguleikar til menntunar í ferðaþjónustu eru staðbundnir og fjölbreyttir.
Þá er eitt af meginmarkmiðunum:
Áhersla er lögð á gæði í ferðaþjónustu á Suðurlandi þar sem góð upplýsingagjöf og fræðsla er í fyrirrúmi með það að markmiði að tryggja jákvæða upplifun og ánægju gesta.
Því viljum við draga saman og vekja athygli á fjölbreyttum möguleikum sem eru í boði víðsvegar um land til að afla sér þekkingar á ferðaþjónustu og ferðaþjónustutengdum greinum.