Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025 frá klukkan 12 til 17.

Skálholtsdómkirkja: Sögulegur gimsteinn í sýndarveruleika

Skálholtsdómkirkja er merkilegur sögustaður með djúpar rætur í trúar- og menningarsögu Íslands. Gestir geta nú upplifað kirkjuna á nýjan hátt í sýndarveruleika.
Norðurljós við Heinabergsjökul. Ljósmynd: Þorvarður Árnason.

Norðurljós, stjörnuhiminn og almyrkvi 2026

Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, var gestur á morgunfundi Markaðsstofunnar á dögunum og fjallaði um norðurljósin, myrkurgæði Íslands og væntanlegan sólmyrkva 2026. Hann kynnti einnig vefsíðurnar icelandatnight.is og solmyrkvi2026.is, sem bjóða upp á gagnlegar upplýsingar um fyrirbæri himinhvolfanna.

Jólafundur Markaðsstofa landshlutanna og Ferðamálastofu

Föstudaginn 13. desember bauð Ferðamálastofa forstöðumönnum Markaðsstofa landshlutanna (MAS) til árlegs jólafundar.

Morgunfundur MSS: Norðurljós, stjörnuhiminn og sólmyrkvi

Þann 17. desember næstkomandi fer fram spennandi rafrænn morgunfundur hjá Markaðsstofu Suðurlands þar sem Stjörnu-Sævar ætlar að segja frá nýrri vefsíðu sinni sem gefur upplýsingar um norðurljós, stjörnuhimininn og sólmyrkvann sem er væntanlegur þarnæsta sumar.

Opnunartími fyrirtækja um jól og áramót

Hér má sjá opnunartíma hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi yfir hátíðirnar.

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar: Markaðssetning, vörumerki og tengslamyndun

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna héldu Menntamorgun ferðaþjónustunnar í lok október. Umræðuefnið var markaðssetning til erlendra ferðamanna og mikilvægi gagnadrifinnar nálgunar, skýrra vörumerkja og tengslamyndunar á samfélagsmiðlum.
Starfsfólk markaðsstofa landshlutanna stillir sér upp í Borgarfirði Eystri.

Markaðsstofur efla tengsl og skoða áfangastaði

Starfsfólk Markaðsstofa landshlutanna kom saman á Austurlandi fyrir stuttu til að efla tengsl, skoða áfangastaði og ræða sameiginleg málefni og framtíðaráætlanir.
Ferðalangar við Sóheimajökul. Ljósmyndari: Þráinn Kolbeinsson.

Fjórða stærsta ferðaþjónustusumarið frá upphafi

Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Suðurlandið það sem af er ári. Sumarið fór hægt af stað en náði sér fljótt á strik.

Markaðsstofa Suðurlands á VestNorden Travel Mart

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ferðasýningunni VestNorden Travel Mart sem fram fór í Þórshöfn í Færeyjum dagana 24. - 25. september.
Sigrún og Árdís við höfnina á Höfn í Hornafirði.

Nýir starfsmenn á Markaðsstofu Suðurlands

Tveir nýir verkefnastjórar hafa tekið til starfa hjá Markaðsstofu Suðurlands. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir hóf störf þann 1. ágúst og Árdís Erna Halldórsdóttir þann 1. október.

Sögutækni á miðlum - námskeið með Auði Ösp

Auður Ösp Ólafsdóttir kennir gagnlegar aðferðir sögutækni í markaðssetningu miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 10-12.