Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðastofa

Markaðsstofa Suðurlands hefur starfað frá árinu 2008 sem hluti af svæðisbundnu stoðkerfi ferðaþjónustu í landshlutanum. Einn helsti tilgangur stofnunarinnar hefur verið hvers konar markaðs- og kynningarstarf.  Markaðsstofu Suðurlands var árið 2021 falið að sinna hlutverkum Áfangastaðastofu fyrir landshlutann.

Áfangastaðastofa er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Markmið með stofnun Áfangastaðastofu er að:

    • Efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi greinarinnar á starfssvæði hennar. Til þess að sinna því hlutverki sem þeim er ætlað er nauðsynlegt að byggja upp öflugar áfangastaðastofur sem búa yfir sérhæfðum mannauði, þekkingu og reynslu.
    • Áfangastaðastofa starfar því í umboði sveitarfélaga viðkomandi landsvæðis og er samstarfsvettvangur viðkomandi sveitarfélaga, ríkis og atvinnugreinarinnar á því svæði.

 

 

Eitt meginverkefni áfangastaðastofu er að leggja fram áfangastaðaáætlun fyrir viðkomandi landsvæði og tryggja að sú áætlun sé í samræmi við m.a. aðra lögbundnar áætlanir.

Á meðal hlutverka áfangastaðastofu eru eftirfarandi verkefni sem áfangastofan sinnir í samstarfi og samráði við aðra aðila sem um sömu málaflokka að gera:

  • Gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana ásamt tengingu við aðrar opinberar stefnur og áætlanir
  • Aðkoma að gerð stefnumótunar og áætlana á landsvísu sem snertir ferðaþjónustu
  • Aðkoma að þarfagreiningu rannsókna og mælinga á landsvísu til að tryggja samanburðarhæfni milli svæða auk þess að koma með tillögur inn í rannsóknarþörf hvers landshluta
  • Stuðla að vöruþróun og nýsköpun auk þess að vinna að þróunarverkefnum
  • Leggja mat á fræðsluþörf, hafa aðkomu að þróunarverkefnum er varða hæfni og gæði í ferðaþjónustu, veita ráðgjöf varðandi fræðslu og miðla upplýsingum um hvað er í boði
  • Sinna svæðisbundinni markaðssetningu í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila sem dregur fram sérstöðu landshlutanna og styður við markaðssetningu Íslands í heild
  • Vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum. Áfangastaðastofur liðsinna sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum innan svæðis vegna ferðaþjónustu samkvæmt samstarfssamningum