Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Velkomin á áhrifasvæði Fagradalsfjalls – 1. svið Eldfjallaleiðarinnar

Við Fagradalsfjall hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu árum. Á Reykjanesskaga er einstök náttúruundur að finna hvert sem augað eygir. Landslagið er þakið hraunbreiðum, jarðhitasvæðum og býður uppá ógleymanleg ævintýri fyrir alla. Gakktu yfir brúna á milli heimsálfa, kíktu á söfnin í Reykjanesbæ og skoðaðu jarðhitasvæðið í kringum Gunnuhver. Meðfram strandlengjunni bíða þín sjávarþorp, vitar, sjávarhamrar og friðsælar fjörur.

Byrjaðu að plana

Fyrsti hluti Eldfjallaleiðarinnar er á Reykjanesi. Skoðaðu Visitreykjanes.is og byrjaðu að plana ferðina

Visitreykjanes.is Gisting Afþreying Vinsælir staðir

Ekki komin í skipulags gírinn? Það er í lagi, þú getur haldið áfram að kynna þér hin stig Eldfjallaleiðarinnar hér.

Sjóðheitar staðreyndir

Í Mars árið 2021 hófst eldgos á Fagradalsfjallsssvæðinu eftir ár af auknum jarðhræringum á svæðinu. Eldgosið entist í sex mánuði og dró að sér fjöldann allan af ferðamönnum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum gosið á Reykjanesskaga og er ljóst að skaginn er vaknaður til lífsins.
Skjálftavirkni og eldsumbrot gerast vanalega á um 800-1000 ára fresti á Reykjanesskaga.

 

Kynntu þér átta svið Eldfjallaleiðarinnar

1. Fagradalsfjall
Staðsett á Reykjanesskaga þar sem má finna einstök náttúruundur hvert sem augað eygir.
2. Hengill
Þegar þú nálgast Hengilssvæðið sérðu gufustróka rísa upp af hlíðum og hólum hvarvetna, meira að segja inni í miðju Hveragerði.
3. Hekla
Hekla er oft nefnd drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er það eldfjall sem hefur gosið hvað oftast á síðustu árum
4. Eyjafjallajökull
Undir Eyjafjallajökli er eldstöð sem að rataði í heimsfréttirnar árið 2010.
5. Eldfell
Eina örlagaríka nótt árið 1973, vöknuðu íbúar Vestmannaeyja upp við það að eldgos væri hafið í jaðri byggðarinnar.
6. Katla
Svartir sandar einkenna landslagið í kring um Kötlu. Þó svo að eldfjallið sjálft sé falið undir ís er Mýrdalsjökull, sem umlykur Kötlu, tignarleg sjón.
7. Lakagígar
Hraunbreiðan sem þekur umhverfi Laka minnir á eitthvað frá annari plánetu.
8. Öræfajökull
Á austasta hluta Eldfjallaleiðarinnar ræður Vatnajökull ríkjum. Hæsti tindur Íslands, Öræfajökull er Eldkeila staðsett í syðri enda Vatnajökuls.
Algengar spurningar
Þessi síða er í vinnslu