Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Fréttir

    Fréttir af Matarauði Suðurlands

    Í lok maí og byrjun júní voru haldnar 4 vinnustofur víðsvegar um Suðurlandið með aðilum sem starfa við matvælaframleiðslu, matreiðslu og matarferðaþjónustu á Suðurlandi.
    Vitaleiðin - verkefnastjórar og hagaðilar Vitaleiðarinnar

    Vitaleiðin - Ný ferðaleið á Suðurlandi

    Vitaleiðin er verkefni sem er búið að vera í undirbúningi hjá Markaðsstofu Suðurlands í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus og aðra hagsmunaaðila á svæði leiðarinnar. Fjöldi aðila kom saman að mótun verkefnisins og leiðarinnar sem er nú orðin ákjósanlegur og spennandi kostur á suðurströndinni, hvort sem er fyrir innlenda eða erlenda ferðamenn. Nafngift verkefnisins kemur til vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar. Þá er þriðji vitinn á leiðinni, Hafnarnesviti í Þorlákshöfn.

    Vinnustofur Matarauðs Suðurlands

    Á næstu vikum verða vinnustofur á Suðurlandi í tengslum við verkefnið Matarauður Suðurlands.
    Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi - kynningafundir

    Kynningarfundir - Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi

    Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Markaðsstofa Suðurlands efna til kynningarfunda vegna verkefnisins Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Um er að ræða nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID 19.

    Ferðaþjónusta til framtíðar

    Á tímum sem þessum er gott til þess að hugsa að sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið byggð upp af fagmennsku og framsýni á löngum tíma. Frumkvæði, nýsköpun, seigla og dugnaður aðila hefur komið Suðurlandi á kortið sem áfangastað ferðamanna sem eftir er tekið víða um heim.

    Ávallt til þjónustu reiðubúin!

    Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið.

    Frá starfsfólki Markaðsstofu Suðurlands

    Aðstæðurnar sem við glímum núna við eru mjög krefjandi og munu því miður hafa einhverjar afleiðingar í för með sér. Þó svo það sé óvissuástand þá verður að horfa bjart fram á veginn og takast á við þetta ástand af æðruleysi og bjartsýni. Við viljum hvetja samstarfsaðila til að vera í góðu sambandi við okkur.

    Matarauður Suðurlands

    Matarauður Suðurlands er nýtt matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands unnið í samvinnu við Matarauð Íslands.

    MARKAÐSSTOFA SUÐURLANDS Á MID-ATLANTIC

    Icelandair Mid Atlantic var haldið í síðustu viku í Laugardalshöll

    Mjög góð þátttaka á Mannamótum 2020

    Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir Mannamótum 2020, 16. janúar sl. og var þetta í sjöunda skipti sem viðburðurinn var haldinn.
    Knarrarósviti Ljósm. Páll Jökull

    Vitaleiðin – hliðið inn á Suðurlandið

    Vitaleiðin er ný ferðamannaleið í mótun sem beinir athygli ferðafólks að nýju svæði, dregur fram enn betur þá miklu sögu og menningu sem er til staðar á svæðinu sem og alla upplifunarmöguleikana í afþreyingu og náttúru. Vitaleiðin er 45 km leið sem nær frá Selvogi að Knarrarósvita. Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Vitaleiðin bíður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana eða nýtt sér strandlengjuna og þá göngustíga sem búið er að gera meðfram sjónum til að ganga leiðina eða jafnvel nýta sér hjól sem ferðamáta.

    South Iceland tímarit

    Markaðsstofa Suðurlands hefur í haust unnið að nýjum kynningarbækling.