Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Sækja námskeið í þróun áfangastaða

Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana sóttu námskeið í þróun áfangastaða. Námskeiðið var haldið í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi námskeiðsins var Dr. Tracy S. Michaud, aðstoðar prófessor við University of Southern Maine, Bandaríkjunum.
Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Áfangastaðaáætlun Suðurlands komin út

Áfangastaðaáætlun DMP (e.Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið: ✓ þarfir gesta og heimamanna ✓ þarfir fyrirtækja og umhverfis Með Áfangastaðaáætlun Suðurlands er komin heilstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi sem tekur tilliti til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Áfangastaðaáætlun þessi var unnin frá apríl 2017 – maí 2018 og var hún unnin í samstarfi við hagaðila á Suðurlandi.

Skráning hafin á MANNAMÓT 2019

Markaðsstofa Suðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á

Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands

Markaðsaðgerðir fyrirtækja í breyttu umhverfi ferðaþjónustu
Dagný, Ragnhildur og Páll Marvin á Vestnorden 2018

Suðurland tekur þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden á Akureyri

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands ásamt faghópi um ferðamál á Suðurlandi taka þátt þessa dagana í ferðakaupstefnunni Vestnorden en hún er haldin dagana 2.-4. Október á Akureyri

Ráðningarferli fyrir verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Suðurlands er nú lokið.

Ráðinn var Guðmundur Fannar Vigfússon. Guðmundur Fannar er með MS gráðu í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Markaðsstofa Suðurlands óskar eftir að ráða í starf verkefnastjóra

Starfið er fjölbreytt og spennandi og kemur verkefnastjóri að fjölmörgum og krefjandi verkefnum Markaðsstofunnar.

Suðurland útivistar áfangastaður 2018

Við erum stolt af verðlaununum sem Luxury Travel Guide veitti áfangastaðnum Suðurlandi sem útivistar áfangastaður ársins 2018 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2018. Til hamingju Suðurland með flotta viðurkenningu.

Kynningarferðir um Suðurland vor 2018

Markaðsstofa Suðurlands bauð starfsfólki ferðaskrifstofa, bókunarskrifstofa og upplýsingamiðstöðva í kynningarferðir um Suðurland í lok maí og byrjun júní.

Viðburðadagatal á South.is

Viðburðardagatal Suðurlands, sem er hýst á vef Markaðsstofu Suðurlands á www.south.is er nú enn aðgengilegra þeim sem ætla að halda viðburð á Suðurlandi.

Fyrsta fasa við gerð Áfangastaðaáætlunar Suðurlands lokið

Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar.

Ný stjórn kjörin og tilnefnd á aðalfundi Markaðsstofunnar

Það var stór dagur hjá Markaðsstofunni föstudaginn 13. apríl sl. en þá var haldinn aðalfundur, málþing og síðan árshátíð um kvöldið á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur.