Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Matarauður Suðurlands

Matarkort Suðurlands

Matarauður Suðurlands er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að síðasta árið með styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið fólst í því að kortleggja Matarauð Suðurlands í sambandi við matarhefðir, veitingastaði sem eru starfandi í landshlutanum og þá matvælaframleiðslu sem er á Suðurlandi.
Brúarhlöð

Opnað hefur fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Markaðsátak Sumar 2020

Ferðumst á suðrænar slóðir var markaðsátak Markaðsstofa Suðurlands í samvinnu við Samtökum sunnlenskra sveitafélaga unnu að í sumar með því markmiði að hvetja Íslendinga til ferðalaga á Suðurlandi.

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

Markaðsstofur landshlutanna hafa ýtt úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.

Fréttir af Matarauði Suðurlands

Í lok maí og byrjun júní voru haldnar 4 vinnustofur víðsvegar um Suðurlandið með aðilum sem starfa við matvælaframleiðslu, matreiðslu og matarferðaþjónustu á Suðurlandi.
Vitaleiðin - verkefnastjórar og hagaðilar Vitaleiðarinnar

Vitaleiðin - Ný ferðaleið á Suðurlandi

Vitaleiðin er verkefni sem er búið að vera í undirbúningi hjá Markaðsstofu Suðurlands í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus og aðra hagsmunaaðila á svæði leiðarinnar. Fjöldi aðila kom saman að mótun verkefnisins og leiðarinnar sem er nú orðin ákjósanlegur og spennandi kostur á suðurströndinni, hvort sem er fyrir innlenda eða erlenda ferðamenn. Nafngift verkefnisins kemur til vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar. Þá er þriðji vitinn á leiðinni, Hafnarnesviti í Þorlákshöfn.

Vinnustofur Matarauðs Suðurlands

Á næstu vikum verða vinnustofur á Suðurlandi í tengslum við verkefnið Matarauður Suðurlands.
Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi - kynningafundir

Kynningarfundir - Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Markaðsstofa Suðurlands efna til kynningarfunda vegna verkefnisins Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Um er að ræða nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID 19.

Ferðaþjónusta til framtíðar

Á tímum sem þessum er gott til þess að hugsa að sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið byggð upp af fagmennsku og framsýni á löngum tíma. Frumkvæði, nýsköpun, seigla og dugnaður aðila hefur komið Suðurlandi á kortið sem áfangastað ferðamanna sem eftir er tekið víða um heim.

Ávallt til þjónustu reiðubúin!

Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið.

Frá starfsfólki Markaðsstofu Suðurlands

Aðstæðurnar sem við glímum núna við eru mjög krefjandi og munu því miður hafa einhverjar afleiðingar í för með sér. Þó svo það sé óvissuástand þá verður að horfa bjart fram á veginn og takast á við þetta ástand af æðruleysi og bjartsýni. Við viljum hvetja samstarfsaðila til að vera í góðu sambandi við okkur.

Matarauður Suðurlands

Matarauður Suðurlands er nýtt matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands unnið í samvinnu við Matarauð Íslands.