Áfangastaðaáætlanir landshlutanna kynntar í gær.
Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjórar Áfangastaðaáætlun Suðurlands, kynntu í gær verkefnið og niðurstöður þess á kynningarfundi Ferðamálastofu á Hótel Sögu.
Þetta var fjölmennur og góður kynningarfundur þar sem voru kynntar áfangastaðaáætlanir allra landshlutanna. Markmiðið með áfangastaðaáætlun er að heimamenn setji sér framtíðarsýn og móti sinn áfangastað, ákveði hvernig haga eigi stýringu ferðamanna og hvernig sé hægt að fá ferðamenn til að dvelja lengur á áfangastöðum svo að ferðaþjónusta blómstri á svæðunum.