Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

ÆVINTÝRAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR Á SUÐURLAND Í HAUSTFRÍINU

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um opin svæði, sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna. Það má með sanni segja að Suðurland sé ævintýrakista sem geymir ógleymanlega upplifun hvort sem farið er í, ævintýraferð um Kötlu jarðvang sem endar með heimsókn á ævintýraeyjuna í suðri, spennandi ferð inn í ævintýraríkið undir Vatnajökli eða farið í ævintýralega afþreyingu á Gullna svæðinu.
Dagný, Ragnhildur og Páll Marvin á Vestnorden 2018

Suðurland tekur þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden á Akureyri

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands ásamt faghópi um ferðamál á Suðurlandi taka þátt þessa dagana í ferðakaupstefnunni Vestnorden en hún er haldin dagana 2.-4. Október á Akureyri

Ráðningarferli fyrir verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Suðurlands er nú lokið.

Ráðinn var Guðmundur Fannar Vigfússon. Guðmundur Fannar er með MS gráðu í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Markaðsstofa Suðurlands óskar eftir að ráða í starf verkefnastjóra

Starfið er fjölbreytt og spennandi og kemur verkefnastjóri að fjölmörgum og krefjandi verkefnum Markaðsstofunnar.

Suðurland útivistar áfangastaður 2018

Við erum stolt af verðlaununum sem Luxury Travel Guide veitti áfangastaðnum Suðurlandi sem útivistar áfangastaður ársins 2018 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2018. Til hamingju Suðurland með flotta viðurkenningu.

Kynningarferðir um Suðurland vor 2018

Markaðsstofa Suðurlands bauð starfsfólki ferðaskrifstofa, bókunarskrifstofa og upplýsingamiðstöðva í kynningarferðir um Suðurland í lok maí og byrjun júní.
Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði opna aftur. Mynd: Umhverfisstofnun

Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði opna aftur 1. júní

Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss.

Viðburðadagatal á South.is

Viðburðardagatal Suðurlands, sem er hýst á vef Markaðsstofu Suðurlands á www.south.is er nú enn aðgengilegra þeim sem ætla að halda viðburð á Suðurlandi.

Fyrsta fasa við gerð Áfangastaðaáætlunar Suðurlands lokið

Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar.

Ný stjórn kjörin og tilnefnd á aðalfundi Markaðsstofunnar

Það var stór dagur hjá Markaðsstofunni föstudaginn 13. apríl sl. en þá var haldinn aðalfundur, málþing og síðan árshátíð um kvöldið á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur.

Vel heppnuð árshátíð og málþing Markaðsstofu Suðurlands

Mikið var um dýrðir þegar árshátíð Markaðsstofu Suðurlands var haldin að Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur þann 13. apríl síðastliðinn.

Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2018

Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldin 13. apríl næstkomandi á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur. Árshátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.