Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Fréttir
Umhverfisstofnun lokar Fjaðrárgljúfri
Mikið álag er á svæðinu við Fjaðrárgljúfur og hætta á umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustígum vegna ágangs ferðamanna.
Gleðileg jól
Stjórn og starfsfólk Markaðsstofu Suðurlands óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægulegt samstarf á liðnu ári og
Hleðslustöð á Flúðum
Nýlega var tekin í noktun hleðslustöð á Flúðum. Hlaðan er staðsett við Icelandair Hotel Flúðir og eykur þjónustu til ferðamanna sem heimsækja svæðið.
Atvinnuskapandi nemendaverkefni SASS
Samtök sunnlenskra sveitafélaga stendur að verkefninu Atvinnuskpanadi nemendaverkefni á Suðurlandi. Verkefninu er ætlað að hvertja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitafélaga á Suðurlandi.
Kynningarfundur Áfangastaðaáætlunnar Suðurlands í Vestmannaeyjum
Markaðsstofa Suðurlands og Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður til opins súpufundar miðvikudaginn 5.des.
Tækifæri á Indlandsmarkaði
Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands sátu fund á vegum Íslandsstofu þar sem fjallað var um indverska ferðaþjónustu-markaðinn. Á fundinum var rætt um indverska ferðamenn, ferðavenjur, og tækifæri sem felast í komu þeirra til Íslands. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi ávarpaði gesti fundarins. Auk hans héldu Sara Grady og Deepika Sachdev erindi um indverska ferðaþjónustumarkaðinn. Sjá nánar hér
Markaðsstofa Suðurlands 10 ára í dag!
Markaðsstofa Suðurlands fagnar 10 ára afmæli sínu í dag. Félagið, sem er sjálfseignarstofnun var sett á stofn á Selfossi 19. nóvember 2008.
Áfangastaðaáætlanir landshlutanna kynntar í gær.
Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjórar Áfangastaðaáætlun Suðurlands, kynntu í gær verkefnið og niðurstöður þess á kynningarfundi Ferðamálastofu á Hótel Sögu.
Þetta var fjölmennur og góður kynningarfundur þar sem voru kynntar áfangastaðaáætlanir allra landshlutanna. Markmiðið með áfangastaðaáætlun er að heimamenn setji sér framtíðarsýn og móti sinn áfangastað, ákveði hvernig haga eigi stýringu ferðamanna og hvernig sé hægt að fá ferðamenn til að dvelja lengur á áfangastöðum svo að ferðaþjónusta blómstri á svæðunum.
Sækja námskeið í þróun áfangastaða
Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana sóttu námskeið í þróun áfangastaða. Námskeiðið var haldið í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi námskeiðsins var Dr. Tracy S. Michaud, aðstoðar prófessor við University of Southern Maine, Bandaríkjunum.
Áfangastaðaáætlun Suðurlands komin út
Áfangastaðaáætlun DMP (e.Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið:
✓ þarfir gesta og heimamanna
✓ þarfir fyrirtækja og umhverfis
Með Áfangastaðaáætlun Suðurlands er komin heilstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi sem tekur tilliti til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Áfangastaðaáætlun þessi var unnin frá apríl 2017 – maí 2018 og var hún unnin í samstarfi við hagaðila á Suðurlandi.
Skráning hafin á MANNAMÓT 2019
Markaðsstofa Suðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á
Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands
Markaðsaðgerðir fyrirtækja í breyttu umhverfi ferðaþjónustu