Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði opna aftur. Mynd: Umhverfisstofnun

Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði opna aftur 1. júní

Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss.

Viðburðadagatal á South.is

Viðburðardagatal Suðurlands, sem er hýst á vef Markaðsstofu Suðurlands á www.south.is er nú enn aðgengilegra þeim sem ætla að halda viðburð á Suðurlandi.

Fyrsta fasa við gerð Áfangastaðaáætlunar Suðurlands lokið

Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar.

Ný stjórn kjörin og tilnefnd á aðalfundi Markaðsstofunnar

Það var stór dagur hjá Markaðsstofunni föstudaginn 13. apríl sl. en þá var haldinn aðalfundur, málþing og síðan árshátíð um kvöldið á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur.

Vel heppnuð árshátíð og málþing Markaðsstofu Suðurlands

Mikið var um dýrðir þegar árshátíð Markaðsstofu Suðurlands var haldin að Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur þann 13. apríl síðastliðinn.

Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2018

Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldin 13. apríl næstkomandi á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur. Árshátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Nýr bæklingur

Á dögunum valdi Luxury Travel Magazine áfangastaðinn Suðurland sem útivistar áfangastað Evrópu 2018. Af því tilefni lét Markaðsstofa Suðurlands framleiða bækling sem leggur áherslu á fjölbreytta afþreyingarmöguleika á svæðinu.

Markaðsstofa Suðurlands á ITB 2018

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ITB ferðasýningunni í samstarfi með Íslandsstofu í Berlín dagana 7. - 11. mars.

Suðurland valið útivistar áfangastaður Evrópu 2018

Ferðatímaritið Luxury Travel Guide (LTG) hefur valið Suðurland sem besta útivistar áfangastað Evrópu 2018 (e. Outdoor Activity Destination of the Year 2018).

Kynningarfundur um ferðamál og ráðgjöf í Vestmannaeyjum 19. mars

Þekkingarsetur Vestmannaeyja verður með opinn kynningarfund um ferðamál mánudaginn 19. mars kl. 14:00 – 15:00 í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þar mun Markaðsstofa Suðurlands kynna helstu áherslur og verkefni Markaðsstofunnar fyrir aðilum í ferðaþjónustu í Eyjum

UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi

Íbúafundir vegna Áfangastaðaáætlunar DMP á Suðurlandi

Á síðustu vikum hafa verið haldnir opnir íbúafundir í tengslum við vinnu við Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi. Fundirnir hafa gengið vel og ágætlega sóttir. Tilgangur þeirra er aðalega að huga að því að rödd íbúa á svæðum Suðurlands fái líka að heyrast inni í verkefninu og niðurstöðum þess.