Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Gullna hrings svæðinu eru fjölmörg þéttbýli sem bjóða upp á fjölbreytta þjónustu.

HVERAGERÐISBÆR
Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og stunda útivist og heilsueflingu, verslun að einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á sumrin er óvíða í bæjum landsins jafn fjölskrúðugur gróður og í Hveragerði, á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn.
ÖLFUS
Sveitarfélagið Ölfus er á suðvesturhorninu um 50 km frá Reykjavík. Það búa rúmlega 2000 manns í sveitarfélaginu og þar af um 1600 manns í Þorlákshöfn, sem er eina þéttbýlið í sveitarfélaginu. Í Ölfusi er fjölbreytt landslag með svörtum sandfjörum, klettabjörgum, hraunbreiðum, hellum og háhitasvæðum svo eitthvað sé nefnt. Frá Þorlákshöfn og sveitarfélaginu öllu er einstakt útsýni í allar áttir t.d. yfir Heklu, Eyjafjallajökul og til Vestmannaeyja Í Þorlákshöfn er einn af bestu brimbrettastöðum á Íslandi þar sem brimbrettakappar alls staðar úr heiminum koma til að prófa öldurnar. Fyrir byrjendur eru öldurnar í fjörunni tilvaldar en fyrir þá sem lengra eru komnir eru öldurnar við útsýnisskífuna hjá Hafnarnesvita meira krefjandi. Lítil ljósmengun og víðáttumikið útsýni í Ölfusi gerir svæðið kjörið til norðurljósaskoðunar. Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett á Bæjarbókasafni Ölfuss og er opin frá kl. 12:30 til 17:30 alla virka daga. Tjaldsvæðið er staðsett fyrir aftan Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar, við hliðina á Þorlákskirkju. Upplýsingamiðstöð ÞorlákshafnarHafnarberg 1815 ÞorlákshöfnSími: 480 3830 Opnunartími: Alla virka daga frá kl. 12:30 – 17:30
STOKKSEYRI / Árborg
Á Stokkseyri búa 559 manns í heillandi þorpi sem er þekkt fyrir fuglalíf, fagra fjöru og öflugt lista- og menningarlíf. Gömul vinnslustöð fyrir sjávarafurðir hefur nú öðlast nýtt líf sem Menningarverstöðin og hýsir vinnustofur, gallerí, Draugasafnið og Álfa- og Norðurljósasafnið. Á Stokkseyri er Veiðisafnið sem er með uppstoppuð dýr til sýnis, bæði fugla og spendýr, og Þuríðarbúð sem er endurgerð sjóbúð og lýsir vel aðbúnaði verkbúðarfólks á árum áður. Í þorpinu er einnig einn rómaðasti sjávarréttarstaður landsins, útisundlaug, kajakferðir og tjaldstæði. Austan við Stokkseyri er Knarrarósviti sem var byggður 1938 og gangsettur ári seinna. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar hjá Upplýsingamiðstöðinni staðsett í kaffihúsinu Gimli. ÁRBORGSveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998. Árborg býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og slökunar, þar á meðal mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa, listagallería, safna og sundlauga auk 9 holu golfvallar á Selfossi. Frábær staðsetning fyrir hvern sem vill vera í nærveru við náttúruna og berja stórbrotið landslag augum, allt frá fjalla til fjöru.  Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg telja 10.346 manns (september 2020).
EYRARBAKKI / Árborg
Á Eyrarbakka búa 585 manns í vinalegu þorpi sem áður var helsti verslunarstaður og hafnarsvæði á Suðurlandi. Fjöldi húsa er frá árunum 1890-1920 og að ganga um götur Eyrarbakka því eins og að ferðast aftur í tímann. Þar má finna Húsið sem var byggt árið 1765 og hýsir nú Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið. Í þorpinu er einnig tjaldstæði, farfuglaheimili, gistihús og veitingastaður. Á Eyrarbakka er upplagt að ganga með fram fjörunni, horfa á fuglalífið og brimið brjóta ströndina. Norðvestan við Eyrarbakka er fallegur trjálundur að Hallskoti og Fuglafriðlandið í Flóa sem er tilvalið til fuglaskoðunar, varpstaður votlendisfugla og er á alþjóðlegum lista yfir mikilvæg votlendissvæði. ÁRBORG  Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998. Árborg býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og slökunar, þar á meðal mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa, listagallería, safna og sundlauga auk 9 holu golfvallar á Selfossi. Frábær staðsetning fyrir hvern sem vill vera í nærveru við náttúruna og berja stórbrotið landslag augum, allt frá fjalla til fjöru. Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg telja 10.346 manns (september 2020). 
BORG / Grímsnes- og Grafningshreppi
Vaxandi byggðakjarni er á Borg í Grímsnesi, þar er fjölþætt þjónusta fyrir heimamenn og ferðamenn, skóli, leikskóli, félagsheimili, verslun, gisting og tjaldsvæði. Á Borg er íþróttasalur og mjög góð sundlaug með gufu, rennibraut, heitum pottum og vaðlaug. Í félagsheimilinu er fjölbreytt menningarstarfsemi og viðburðir.   Borg er í um 70 km fjarlægð frá Reykjavík, vel staðsett miðsvæðis á Gullna hringnum og stutt í þekktar náttúruperlur, fjölbreytta þjónustu og afþreyingu. Kerið, Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss og Geysir. Adrenalíngarðurinn Nesjavöllum. Sýning í Ljósafossstöð. Lítil fjöll til að klífa og gönguleiðir í Þrastaskógi. Sólheimar í Grímsnesi lítið vistvænt þorp er skammt frá.
SÓLHEIMAR / Grímsnes- og Grafningshreppi
Sólheimar er einstakt samfélag þar sem búa og starfa rúmlega 100 manns saman. Íbúar Sólheima leggja metnað sinn í að taka vel á móti gestum og eru allir velkomnir í heimsókn. Skoðaðu hvað er á döfunni, taktu þátt í því sem er í boði og fylgstu með skemmtilegu og líflegu samfélagi Sólheima inná: Instagram: solheimareco   Facebook: Sólheimar  
LAUGARVATN / Bláskógabyggð
Skólaþorpið Laugarvatn hefur verið vagga menntunar á svæðinu allt frá 1928.Fjölbreytt þjónusta er í boði á Laugarvatni og í sveitinni í kring og ýmsir afþreyingarmöguleikar. Tjaldsvæði, farfuglaheimili, hostel, íbúðir, bændagisting og bústaðir.  Veitingastaðir í þorpinu eru hver með sína sérstöðu og áhersla lögð á hráefni úr nærumhverfi. Ferðamannafjós og veitingastaður er í Efstadal II, þar er allt beint frá býli og heimalagaður ís. Hægt er að bregða sér í sund og gufu, fara í golf eða veiða. Verslun er á Laugarvatni og á Laugardalshólum eru seld matvæli beint frá býli. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu góð íþróttaaðstaða.  Boðið er upp á hellaskoðun og útiafþreyingu fyrir hópa. Fjölbreytt fuglalíf er í skóginum og við vatnið og fallegar gönguleiðir. Skógræktin byggði eldaskála/bálhús í skóginum sem gaman er að koma í og þar er einnig tekið á móti hópum.  Laugarvatnsfjall býður upp á víðáttumikið útsýni. Upp frá Miðdal, um 3 km frá Laugarvatni, er vinsæl gönguleið upp að Gullkistu.  Laugarvatn er á Gullna hringnum og stutt er í allar helstu náttúruperlur.
REYKHOLT / Bláskógabyggð
Reykholt í Bláskógabyggð er ört vaxandi þorp sem byggðist upphaflega í kringum jarðhita á fyrri hluta 20 aldar.  Uppi á holtinu fyrir ofan þorpið sést myndarlegur reykur sem stígur upp af hvernum, en hann er lífæð þorpsins.  Reykholt er eitt blómlegasta garðyrkjuþorp landsins í dag.  Þar er að finna stórar garðyrkjustöðvar sem rækta grænmeti, blóm, ber og runna; Gufuhlíð, Friðheimar, Espiflöt, DAGA, Jarðarberjaland og Kvistar. Hægt er að versla beint frá bónda, nýtínd ber hjá DAGA og í Litlu tómatbúðinni í anddyri Friðheima er hægt að kaupa grænmeti og ýmsar góðgætavörur. Í þorpinu er grunnskóli, leikskóli, íþróttahús, sundlaug, vinsælt tjaldsvæði og félagsheimilið Aratunga.  Í Aratungu eru ýmsir menningarviðburðir haldnir og margir muna eftir sveitaböllunum þar í gamla daga.  Í Reykholti er fjölbreytt þjónusta. Má þar nefna verslunina Bjarnabúð en oft hefur heyrst til sveitunga segja “ef það fæst ekki í Bjarnabúð þá þarftu það ekki”. Þar má m.a. finna nýbakað hverarúgbrauð. Ýmiskonar gistimöguleikar eru í boði; Blue vacations býður upp á gistingu í heilsárs bústöðum með útsýni yfir sveitina og gistiheimilin Húsið, Hvíta Húsið, Blue Grove Guesthouse, Aska.  Tveir veitingastaðir eru á staðnum, hvor með sína sérstöðu.  Restaurant Mika sem er meðal annars þekkt fyrir handgert konfekt og Friðheimar sem er þekkt fyrir einstaka matarupplifun í gróðurhúsi sem og hestasýningar.  Ýmis önnur afþreying er í boði á svæðinu. Reykholt er á Gullna hringnum og stutt í allar helstu náttúruperlur, Geysi, Gullfoss, Þingvelli og fleiri fallega staði.  Reykholt er í um 1 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hér má sjá skemmtilegt myndband úr Reykholti í Bláskógabyggð 
LAUGARÁS / Bláskógabyggð
Laugarás er lítið þorp við Hvítá, skammt frá Skálholti. Dýragarðurinn í Slakka í Laugarási er vinsæll staður að heimsækja fyrir alla fjölskylduna. Þar eru íslensk húsdýr, fuglar og smádýr sem hægt er að skoða og klappa.  Grundvöllur byggðarinnar er annars vegar heita vatnið og hins vegar að þorpið er í miðju uppsveitanna, stutt er í helstu náttúruperlur svæðisins og sögustaði.  Allskyns grænmeti og blóm eru ræktuð í gróðurhúsum allt árið. Heilsugæslustöðin í Laugarási þjónar öllum uppsveitum Árnessýslu.
FLÚÐIR / Hrunamannahreppi
Flúðir er vaxandi þéttbýliskjarni og vinsæll staður að heimsækja.   Fjölbreytt þjónusta og afþreying er í boði á Flúðum og næsta nágrenni í sveitinni. Gisting er í öllum flokkum; hótel, gistiheimili, bændagisting, heimagisting, og tjaldsvæði. Veitingastaðir eru líka af öllum sortum svo allir geta valið það sem þeim finnst best. Farmers Bistro Flúðasveppir, Minilik, Hótel Flúðir, Gistiheimilið Flúðum, Litli fiskikofinn og Kaffisel, allir með sína sérstöðu og flestir leggja áherslu á hráefni úr nærumhverfi. Afþreying er mjög fjölbreytt, fyrir alla aldurshópa og áhugasvið. Sundlaugin Flúðum og Gamla laugin (Secret Lagoon), Selsvöllur 18 holu golfvöllur, Markavöllur fótboltagolfvöllur, frisbígolf í Lækjargarðinum, hestaferðir í Syðra-Langholti, Samansafnið á bænum Sólheimum og dúkkusýning á Flúðum. Gönguleiðir, fjöll til að klífa og fjölbreyttir útivistarmöguleikar allt um kring.  Jarðhiti er mikill á svæðinu, óþrjótandi uppspretta af heitu vatni og landið ákjósanlegt til ræktunar. Fjöldi garðyrkjubýla er í sveitinni og auðvelt er að kaupa sér hollar og góðar matvörur beint frá býli t.d. í Litlu Melabúðinni.   Flúðir eru miðsvæðis á Suðurlandi og stutt í margar helstu náttúruperlur.  Á sumrin er mikil veðursæld og oft háar tölur á hitamælunum á Flúðum.    
ÁRNES / Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Árnes er vaxandi byggðakjarni en þar er m.a. félagsheimilið Árnes, Þjórsárstofa, Þjórsárskóli, Neslaug, gistiheimili, tjaldsvæði og verslun. Eitt vinsælasta ferðamannasvæði Íslands, Árnessýsla, státar af miklu náttúruundri og vel merktum sögulegum stöðum. Hverir og jarðhiti einkenna svæðið og hafa áhrif á menningu svæðisins sem og sögulegum stöðum sem marka tímamót í sögu lands og samfélags Íslands. Árnessýsla teygir sig frá Þingvöllum að Þjórsá og inn á miðhálendið. Íbúar eru um 2600 og búa í fjórum sveitarfélögum: Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.   Hér má sjá myndband um sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
BRAUTARHOLT / Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Brautarholt er lítill fjölskylduvænn byggðarkjarni í miðjum Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Fyrir utan leikskóla, er þar að finna tjaldsvæði, ærslabelgur, sundlaug og íbúðahótel.  Skeiðalaug var vígð árið 1975, eftir samhent átak íbúa við byggingu hennar.  Hér má sjá myndband um sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
ÞYKKVIBÆR / Rangárþingi ytra
Byggðahverfi við Hólsá og sunnan við Safamýri. Áður var Þykkvibær umflotinn á alla vegu og kýr bændanna varð að reka á sund til að koma þeim á haga. Fólk varð að vaða upp í mitti eða dýpra til að komast á milli bæja og erfitt var að fást við heyskap. Auk þess brutu vötnin landið. Árið 1923 var öflug fyrirhleðsla byggð þvert yfir Djúpós og er nú akvegur eftir stíflugarðinum. Byggð er gömul í Þykkvabæ, fyrst getið um 1220. Áður var nokkurt útræði frá sandinum en oft urðu þar slys enda ill lending. Barnaskóli var settur í Þykkvabæ árið 1892 og var hann fyrsti sveitaskóli í Rangárvallasýslu. Eftir að hlaðið var fyrir Djúpós jókst þar mjög túnrækt og er Þykkvibærinn myndarbyggð í hvívetna. Kartöflurækt er mikil í Þykkvabæ.
HELLA / Rangárþingi ytra
Velkomin í Rangárþing Ytra, eitt landfræðilega stærsta sveitarfélag landsins. Íbúar sveitarfélagsins eru tæplega 2000 og býr um helmingur íbúanna á Hellu og um helmingur í dreifbýli. Sveitarfélagið er eitt þriggja sveitarfélaga í Rangárvallasýslu, en sýslan liggur um miðbik Suðurlands og þar er að finna einstök náttúrugæði, hvort sem er á láglendi eða hálendi. Gosbeltið liggur þvert um sveitarfélagið og þar er að finna eitt virkasta eldfjall Íslands, Heklu, sem er 1.491 m.y.s. og hefur gosið sex sinnum síðustu hundrað árin. Nokkurn jarðhita má finna í Rangárþingi ytra, ekki síst Torfajökulssvæðið sem er eitt mesta jarðhitasvæði Íslands. Ein vinsælasta laxveiðiá landsins, Ytri-Rangá, rennur um sveitarfélagið og er afar vinsæl meðal veiðimanna. Veiðivötn eru á Landmannaafrétti og þangað sækja árlega þúsundir veiðimanna í stangveiði og eru vötnin afar gjöful af bleikju og urriða, en fiskirækt í Veiðivötnum er í höndum Veiðifélags Landmannaafréttar. Margar vinsælar gönguleiðir má finna í Rangárþingi ytra og er Laugavegurinn þeirra þekktastur. Önnur leið, minna þekkt, er Hellismannaleið. Báðar eru mjög áhugaverðar. Í Rangárþingi ytra má finna alla almenna þjónustu og er þjónustustigið afar hátt. Þar eru tveir leikskólar og tveir grunnskólar, heilsugæsla, tvær sundlaugar, verslanir, banki, bifreiðaverkstæði, hjúkrunar- og dvalarheimili, hótel og ýmislegt fleira. Íslenski hesturinn er í öndvegi í Rangárþingi ytra og er gríðarlega mikil afþreying honum tengd. Önnur afþreying eru söfn og sýningar, Buggy-ferðir, jeppaferðir, fiskveiði og fleira. Nánari upplýsingar um þetta allt saman er einmitt að finna hér á síðunni.