Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Viðspyrna ferðaþjónustunnar

Síðastliðinn þriðjudag stóðu Ferðaklasinn, KPMG og SAF fyrir málstofu undir heitinu „Viðspyrna ferðaþjónustunnar“.

Ferðamennska eftir COVID

Á streymisfundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins fjallaði Peter Strub frá Studiousus um „Ferðamennsku eftir Covid“. Þar kom fram að Ísland er í 10. sæti af 165 áfangastöðum sem Þjóðverjar vilja heimsækja árið 2021

Startup Orkídea

Orkedía er samstarfsverkefni SASS, Landsvirkjunar, LbhÍ og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, með aðsetur hjá skrifstofu SASS á Selfossi.

Ný markaðsherferð Íslandsstofu

Íslandsstofa kynnti nýja aðgerð í markaðsverkefninu Ísland – Saman í sókn með JOYSKROLL herferðinni. Hún gengur út á að dreifa gleði og jákvæðum straumum frá Íslandi á tímum þar sem mikið framboð er á neikvæðum fréttum
Styrkleikar ferðaþjónustunnar á Suðurlandi 2020

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Á haustmánuðum hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið að uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Uppfærslan verður byggð á þeim góða grunni sem unninn var 2017 en með speglun á því sem hefur verið gert síðustu þrjú ár ásamt þeirri stöðu sem er í dag. Uppfærð Áfangastaðaáætlun Suðurlands mun gilda frá 2021-2023.
Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu

Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu verður jólagjöfin í ár!

Með því að bjóða landsmönnum upp á Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu í aðdraganda jóla vilja Icelandair Group, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna vekja athygli á hversu öflug ferðaþjónusta er um land allt ásamt því að hvetja til innlendrar neyslu í ferðaþjónustu. Við sáum það á liðnu sumri að landsmenn voru duglegir að fara um landið okkar og upplifa það besta sem ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Saman erum við sterkari og það er von okkar að Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu eigi eftir að slá í gegn og verði jólagjöfin í ár hjá landsmönnum!

Könnun Ferðamálastofu

Ferðamálastofa birti nýverið niðurstöður úr könnuninni sem var gerð meðal fyrirtækja í haust en markmiðið með henni var að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta lagt mat á árangur ferðaþjónustufyrirtækja á nýliðnu sumri, mótvægisaðgerðir sem fyrirtæki hafa gripið til vegna ástandsins sem skapast hefur vegna Covid-19, hvernig úrræði stjórnvalda hafa nýst og horfunar framundan.

Rafrænir viðburðir

Nýverið tók Markaðsstofu Suðurlands þátt í þremur rafrænum viðburðum í október og nóvember.

Opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Miðvikudaginn 25. nóvember kl 13.00 verður opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands. Farið verður yfir Áfangastaðaáætlun Suðurlands og þau verkefni sem unnin hafa verið út frá áætluninni. Hvernig nýtist Áfangastaðaáætlun Suðurlandi? Í lok fundar munum við óska eftir ykkar innleggi í uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands. Fundurinn mun fara fram á Zoom, engin þörf önnur en nettenging þarf til að geta tekið þátt. Allir sunnlendingar eru velkomnir að taka þátt í fundinum.

Vinna við uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands er hafin

Nú á haustmánuðum hefur vinna við uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands verið í fullum gangi. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
Sunnlensk upplifun - gjafabréf

Jólagjöfin í ár er sunnlensk upplifun!

Síðustu mánuðir hafa verið takmarkandi fyrir alla og mikil uppsöfnuð þörf komin hjá mörgum að merkja skemmtilega upplifun í dagatalið sitt og hafa eitthvað til að hlakka til. Markaðsstofa Suðurlands mælir með Suðrænni upplifun í jólapakkann í ár.

Alvarleg staða ferðaþjónustunnar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Unnin var könnun um stöðu ferðaþjónustuaðila í Sveitarfélaginu Hornafirði, þar kom fram að fjölmörg störf hafa tapast vegna Covid 19 en þrátt fyrir það eru ferðaþjónustuaðilar bjartsýnir með rekstur ferðaþjónustufyrirtækja til framtíðar og ætla að þreyja Þorrann á meðan ástandið varir.