Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Ratsjáin - Landsbyggðirnar kalla

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.

Úrræði stjórnvalda vegna Covid-19 henta síður minni fyrirtækjum

Í könnun Markaðstofunnar á áhrifum og aðgerðum fyrirtækja vegna Covid-19 faraldursins mátti greina að töluverður hluti fyrirtækja nýtti sér ekki þau úrræði sem í boði voru fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Þegar betur er að gáð má sjá að ástæða þess að fyrirtæki nýttu sér ekki úrræði stjórnvalda er smæð þeirra, þ.e.a.s. úrræði stjórnvalda hentuðu ekki smærri fyrirtækjum ferðaþjónustunnar og þau töldu sig utan þess ramma sem úrræðin buðu upp á.

Sóknarhugur og seigla í sunnlenskri ferðaþjónustu

Markaðsstofa Suðurlands ákvað að kanna áhrif og viðbrögð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi vegna Covid-19. Markmið könnunarinnar var að greina nánar hvaða aðgerðir fyrirtæki hafa þurft að grípa til vegna Covid-19 faraldursins.
Rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2020

Ný stjórn Markaðsstofu Suðurlands

Fimmtudaginn 15.okt fór fram rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Hveragerði í mars sl. en vegna Covid frestaðist fundurinn og að endingu var ákveðið að halda hann rafrænt.

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 15.okt

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands vegna ársins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 15.október kl 13.00. Fundurinn verður að þessu sinni rafrænn vegna þeirra fjölda- og fjarlægðartakmarkanna sem eru í samfélaginu.
Matarauður Suðurlands

Matarkort Suðurlands

Matarauður Suðurlands er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að síðasta árið með styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið fólst í því að kortleggja Matarauð Suðurlands í sambandi við matarhefðir, veitingastaði sem eru starfandi í landshlutanum og þá matvælaframleiðslu sem er á Suðurlandi.
Brúarhlöð

Opnað hefur fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Markaðsátak Sumar 2020

Ferðumst á suðrænar slóðir var markaðsátak Markaðsstofa Suðurlands í samvinnu við Samtökum sunnlenskra sveitafélaga unnu að í sumar með því markmiði að hvetja Íslendinga til ferðalaga á Suðurlandi.

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

Markaðsstofur landshlutanna hafa ýtt úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.

Fréttir af Matarauði Suðurlands

Í lok maí og byrjun júní voru haldnar 4 vinnustofur víðsvegar um Suðurlandið með aðilum sem starfa við matvælaframleiðslu, matreiðslu og matarferðaþjónustu á Suðurlandi.
Vitaleiðin - verkefnastjórar og hagaðilar Vitaleiðarinnar

Vitaleiðin - Ný ferðaleið á Suðurlandi

Vitaleiðin er verkefni sem er búið að vera í undirbúningi hjá Markaðsstofu Suðurlands í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus og aðra hagsmunaaðila á svæði leiðarinnar. Fjöldi aðila kom saman að mótun verkefnisins og leiðarinnar sem er nú orðin ákjósanlegur og spennandi kostur á suðurströndinni, hvort sem er fyrir innlenda eða erlenda ferðamenn. Nafngift verkefnisins kemur til vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar. Þá er þriðji vitinn á leiðinni, Hafnarnesviti í Þorlákshöfn.
Kajak á Jökulsárlóni

Mælum með sumarfríi á Suðurlandi

Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að ferðast um landið sitt. Líklega er algengasti ferðamáti Íslendinga innanlands með þeim hætti að keyra um landið, fara í útilegur með fjölskylduna eða í sumarbústaðinn. Notalegt er að grilla í bústaðnum og á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frábært að skella sér í sund á fjölmörgum stöðum.