Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Sigrún og Árdís við höfnina á Höfn í Hornafirði.

Nýir starfsmenn á Markaðsstofu Suðurlands

Tveir nýir verkefnastjórar hafa tekið til starfa hjá Markaðsstofu Suðurlands. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir hóf störf þann 1. ágúst og Árdís Erna Halldórsdóttir þann 1. október.

Sögutækni á miðlum - námskeið með Auði Ösp

Auður Ösp Ólafsdóttir kennir gagnlegar aðferðir sögutækni í markaðssetningu miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 10-12.
Ljósmyndarinn Chris Burkard heillaðist af Eldfjallaleiðinni. Hér er hann við Mælifell.

Eldfjallaleiðin með Chris Burkard

Ævintýraljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Chris Burkard ferðaðist Eldfjallaleiðina í sumar; Ferðaleið sem er stútfull af ótrúlegri náttúru, afþreyingu, menningu og mat.
Nýr útsýnispallur við Geysissvæðið

Glæsileg uppbygging við Geysi

Glæsileg uppbygging á sér nú stað við Geysi í Haukadal, en þar hefur nú verið lokið við fyrsta áfanga af þremur við uppbyggingu innviða á svæðinu.
Náttúrulaug í Kerlingarfjöllum Highland Base

Heitar laugar á Suðurlandi, hlýtt faðmlag náttúrunnar

Það er fátt notalegra en að dýfa sér í heita íslenska náttúrulaug, láta líða úr sér og njóta fagurrar náttúru í leiðinni. Á Íslandi nóg af slíkum laugum vegna sprungna og vatnsleiðandi jarðlaga sem leiða vatn um sig og hita það.
Ljósmyndari: Ívar Sæland

Réttir setja svip sinn á sveitir landsins

Nú eru spennandi tímar framundan þegar réttir fara fram um allt land. Þar er kindum smalað saman og þær færðar í hús fyrir veturinn. Heimamenn og gestir sameina krafta sína og oft fylgir mikið fjör við að koma hverri kind í sitt pláss svo að hún rati til síns heima.

Eldfjallaleiðin - Eldfjallaferðamennska til framtíðar

Eldfjallaleiðin var hönnuð af heimafólki fyrir forvitna ferðalanga sem sækjast eftir dýpri tengingu við náttúru og menningu landsins, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir.

Faghópurinn fundaði á Flúðum

Faghópur sveitarfélaga á Suðurlandi um ferðamál fundar reglulega um málefni ferðaþjónustunnar, deilir fréttum af sínum svæðum og samræmir vinnubrögð. Þann 22.maí kom hópurinn saman á Flúðum.

Ferðamenn ánægðir með öryggi og ástand áfangastaða

Markaðsstofa Suðurlands hefur staðið fyrir mánaðarlegum morgunfundum samstarfsfyrirtækja í vetur. Efni síðasta fundar vetrarins var Ferðamenn á Suðurlandi 2023. Vala Hauksdóttir fór yfir talnaefni síðasta árs frá Ferðamálastofu og greindi gögn niður á Suðurland eftir því sem unnt var.
Mynd frá Icebike Adventures - icebikeadventures.com

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, úthlutaði nýverið tæpum 120 milljónum króna til framkvæmda á áfangastöðum á Suðurlandi, úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024. Stærsta verkefnið er uppbygging gönguleiðar og áningarstaða við Múlagljúfur.
Hlynur og Ólöf veittu viðurkenningunni sprota ársins viðtöku og eru hér ásamt Ragnhildi framkvæmdast…

Viðurkenningar fyrir framlag til ferðaþjónustu og sprota ársins 2024

Markaðsstofa Suðurlands hefur veitt fyrirtækjum og einstaklingum viðurkenningar fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu á Suðurlandi árlega allt frá árinu 2014.

Aðalfundur og málþing Markaðsstofu Suðurlands

Síðastliðinn föstudag 19. apríl var aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands haldinn á Hótel Selfossi með tilheyrandi hátíðarhöldum og dagskrá. Sú hefð hefur skapast að í framhaldi af aðalfundi stofunnar er einnig haldið málþing, farið í kynningarferð um það svæði sem fundurinn er haldinn á og svo skemmtir fólk sér saman á árshátíð um kvöldið.