Samstarf um markaðssetningu á Íslandi
Íslandsstofa og markaðsstofur landshlutanna hafa skrifað undir samninga um samvinnu við erlenda markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað. Íslandsstofa og markaðsstofurnar hafa unnið náið saman um árabil en núna hefur samstarfið verið formgert í samræmi við skilgreint hlutverk nýrra áfangastaðastofa sem markaðsstofurnar sinna í sínum landshlutum. Samningurinn er til þriggja ára frá 2021 til og með 2023.