Franskir blaðamenn á ferð um Suðurlandið
Í byrjun nóvember voru blaðamenn frá Frakklandi í samstarfi við Íslandsstofu og MSS á ferðinni um Suðurland. Þrír blaðamenn frá þrem miðlum komu í ferðina ásamt fulltrúa franskrar PR stofu sem Íslandsstofa er í samstarfi við. Farið var með a blaðamennina um Suðurlandið og kynnt fyrir þeim náttúru, gistingu, afþreyingu, mat og menningu sem landshlutinn hefur upp á að bjóða.