Mannamót – styrkir tengsl og eykur þekkingu
Árið 2023 byrjar með trompi hjá Markaðsstofu Suðurlands en fimmtudaginn 19. janúar verða haldin Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi. Mannamót hefur verið fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár en þar hafa hátt í þúsund gestir mætt og sýnendur verið yfir 250. Sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið áberandi og hafa rótgróin fyrirtæki sem og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref, og öll flóran þar á milli, mætt og sagt frá þjónustu sinni og vöruúrvali.