Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Fréttir

    Aðalfundur og málþing Markaðsstofu Suðurlands

    Síðastliðinn föstudag 19. apríl var aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands haldinn á Hótel Selfossi með tilheyrandi hátíðarhöldum og dagskrá. Sú hefð hefur skapast að í framhaldi af aðalfundi stofunnar er einnig haldið málþing, farið í kynningarferð um það svæði sem fundurinn er haldinn á og svo skemmtir fólk sér saman á árshátíð um kvöldið.

    Ekki gleyma að skrá þig á Árshátíð Markaðsstofunnar

    Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á Árshátíð Markaðsstofunnar sem verður haldin þann 19. apríl nk.. Skráningarfrestur er til mánudags 15.apríl.

    Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2024

    Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn þann 19. apríl næstkomandi á Hótel Selfossi, klukkan 13:00.

    Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030 - fundir á Hvolsvelli og Höfn

    Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og má sjá dagskrá hér fyrir neðan.

    75 Sunnlensk fyrirtæki á Mannamótum 2024

    Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna voru haldin í Kórnum í Kópavogi 18. janúar. Þátttaka fór vonum framar en rúmlega 400 manns frá um 250 fyrirtækjum af landsbyggðinni kynntu þjónustu sína á kaupstefnunni. Ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu höfðu greinilega mikinn áhuga á fjölbreyttu þjónustuframboði landsbyggðarinnar en um 1000 gestir heimsóttu Mannamót þetta árið.

    Gleðileg jól

    Vinnufundur MAS

    Starfsmenn Markaðsstofu Suðurlands héldu á tveggja daga vinnufund á Norðurlandi þar sem markaðsstofur allra landshlutanna stilltu saman strengi sína.
    Davíð Ernir Kolbeins

    Nýr starfsmaður Markaðsstofunnar

    Ráðið hefur verið í starf verkefnastjóra í markaðsteymi hjá Markaðsstofunni

    Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna - Hluti af Ferðaþjónustuvikunni

    Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.

    Vel heppnuð VestNorden að baki

    Hin árlega VestNorden ferðakaupstefna var að þessu sinni haldin í Reykjavík dagana 17.-18.október. Fjöldi nýrra viðskiptatengsla urðu til og gömul kynni styrktust vafalaust á þessari fjölmennu og vel skipulögðu kaupstefnu.

    Kynningarferðir í tenglsum við VestNorden

    Ferðasýningin VestNorden var haldin 17.-19. október í Reykjavík. Mikill fjöldi þátttakenda var á sýningunni þetta árið og þótti hún heppnast einstaklega vel. Í aðdraganda VestNorden stóð Markaðsstofa Suðurlands fyrir kynningarferð um Suðurland.
    Kerlingarfjöll - Páll Jökull Pétursson

    Áfangastaðaáætlun Suðurlands uppfærð

    Áfangastaðaáætlun Suðurlands hefur nú verið birt í nýjustu uppfærslu. Áætlunin er byggð á víðtæku samráði og endurspeglar þannig sýn fjölbreytts hóps hagaðila tengdum ferðaþjónustu á Suðurlandi.