Um Matarauður Suðurlands
Matarauður Suðurlands er matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands þar sem grunnurinn var unninn í samvinnu við Matarauð Íslands. Suðurland er auðugt að fjölbreyttu hráefni, hvort sem er af sjó eða landi og styrkir verkefnið ekki aðeins stoðir undir ferðaþjónustuna heldur einnig landbúnaðinn og sjávarútveginn.
Með því að draga enn betur fram þær matarhefðir sem eru og hafa verið á Suðurlandi, ásamt því að kortleggja þá matvælaframleiðslu sem á sér stað á Suðurlandi, er komin heildræn mynd yfir þann fjölbreytileika matarauð sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Með kortlagningu á þessu er hægt að vinna meira og markvissara í vöruþróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu sem og ímyndaruppbyggingu svæðisins með því að leiðarljósi að lyfta mataráfangastaðnum Suðurlandi á næsta þrep með sjálfbærni í huga.
Verkefnið Matarauður Suðurlands snýr meðal annars að því að tengja hagaðila enn betur saman og auka samtalið um mat, matarferðaþjónustu og vöruþróun með fjölbreyttum vinnustofum. Hvetja veitingaraðila að vinna meira með staðbundinn mat og matardagatal Suðurlands. Halda áfram að vinna að frekari efnissköpun og markaðssetningu matarupplifunar á Suðurlandi og efla Suðurland sem mataráfangastað. Markmiðið er að endingu að til sé góður efnis og myndabanka sem aðstoðar matreiðslufólk við að draga fram og kynna allt það sem matarauður Suðurlands hefur upp á að bjóða, allt frá framleiðslu til framreiðslu.
Kynntu þér Matarauð Suðurlands hér