Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að byggja upp og viðhalda góðum áfangastað. Hér eru nokkur verkfæri semgagnast við undirbúning, skipulag, uppbyggingu og viðhald. Á þessari síðu finnur þú upplýsingar og gagnlegt efni fyrir sveitarfélög, landeigendur og aðra sem koma að uppbyggingu áfangastaða.
Handbók sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða
Markaðsstofa Suðurlands hefur í samstarfi við Ferðamálastofu unnið handbók sem á að auðvelda sveitarfélögum í stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Í handbókinni er leitast við að aðstoða sveitarfélög í að meta hvert hlutverk þeirra er í uppbyggingu áfangastaða, hver hagur þeirra er af ferðamannastöðum og til hvaða þátta þarf að líta í allri ákvarðanatöku. Efni bókarinnar byggir á samtölum við sveitarfélög og stofnanir um allt land. Á milli kafla má finna dæmisögur af stöðum þar sem uppbygging þykir hafa gengið vel.
Handbókin er eingöngu gefin út á stafrænu formi. Hún verður endurskoðuð og uppfærð þegar reynsla er komin á hana og ábendingar má senda til Markaðsstofu Suðurlands.
Opna Handbók sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða í nýjum glugga
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.
Styrkt verkefni verða að efla öryggi ferðamanna eða stuðla að náttúruvernd á ferðamannastöðum. Sjóðurinn getur styrkt allt frá undirbúnings- og hönnunarvinnu til framkvæmda og viðhalds. Rík krafa er á að umsóknir séu vel ígrundaðar og vandaðar, enda er um samkeppnissjóð að ræða. Umsóknarfrestur er að hausti ár hvert og úthlutun fer fram að vori.
Upplýsingasíða um umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Handbækur um gerð gönguleiða og hjólaleiða
Markaðsstofa Suðurlands hefur sett fram handbækur um gerð gönguleiða og hjólaleiða, í samstarfi við Ferðamálastofu og SASS. Í þeim má finna verkferla, gátlista, tillögur að greiningum, leiðbeiningar og annað sem þarf að huga að við gerð göngu- og hjólaleiða.
Handbók um gönguleiðir
Handbók um hjólaleiðir
Ýmislegt efni sem getur komið að gagni við undirbúning, skipulag og uppbyggingu áfangastaða
- Ferðamannastaðir frá hugmynd til framkvæmdar - skipulag og leyfisveitingar
- Góðir staðir – uppbygging ferðamannastaða
- Vegrún – Merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum
- Góðar leiðir – Leiðbeiningar um gerð náttúrustíga
- Handbók um gerð gönguleiða
- Handbók um gerð hjólaleiða
- Menningarstefna í mannvirkjagerð
- Gott aðgengi í ferðaþjónustu
- Skipulag og ferðamál - hugmyndahefti
- Hönnun í norrænni náttúru
- Skilgreining ferðamannaleiða og ferðamannavega - Vegagerðin
- Skiltahandbók Skógræktarinnar
- Náttúruverndarlög - upplýsingarit fyrir sveitarfélög - Umhverfisstofnun
- Almannaréttur - Umhverfisstofnun
- Kortasjá yfir verkefni fjármögnuð af Framkvæmdasjóði og Landsáætlun
- Upplýsingasíða um umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
- Upplýsingasíða um Landsáætlun um innviði