Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðssaðgerðir og útgefið efni

Markaðsstofa Suðurlands annast markaðssetningu á áfangastaðnum Suðurlandi, byggt á þessum markaðslegu áherslum með gerð og dreifingu vandaðs og samræmds kynningarefnis fyrir innlenda og erlenda ferðamenn og ferðaheildsala.

Hér að neðan má sjá helstu markaðsaðgerðir Markaðsstofunnar, sem miða bæði að neytendamarkaði og fyrirtækjamarkaði. 

Vefsíða

Markaðsstofan heldur úti opinberri vefsíðu landshlutans www.south.is / www.sudurland.is. Greiningar hafa sýnt að opinberir ferðavefir, líkt og landshlutasíðan er, gegni lykilhlutverki við skipulagningu ferðar til og um Ísland. Allir landshlutar halda úti eins vefsíðum, sem gerir ferðamanninum auðveldara fyrir að vafra um og leita sér áreiðanlegra upplýsinga.

Vefsíðunni er ætlað að gefa raunsanna mynd af ferða- og afþreyingarmöguleikum, gistingu og veitingum á svæðinu ásamt því að koma á framfæri áhugaverðum stöðum innan landshlutans. Vefsíðan er hjartað í allri markaðssetningu landshlutans þar sem aðrar aðgerðir vísa ávallt á síðuna til frekari upplýsinga. Landshlutavefurinn er tengdur landsvefjunum www.visiticeland.com og www.ferdalag.is.

Upplifðu Suðurland!

Markaðsstofur landshlutanna hafa ráðist í metnaðarfullt verkefni, Upplifðu, sem er sannkölluð stafræn bylting þegar kemur að skipulagningu ferðalaga um Ísland. Þar gefst gestum kostur á að sníða ferðalagið nákvæmlega eftir sínu höfði og fá aðstoð við að sjá hvað er í boði á hverjum stað, fá tímaáætlun milli áfangastaða og síðast en ekki síst, uppgötva nýja möguleika, sem með einum smelli eru framsettir á myndrænan hátt.

Ferðasalar og ferðalangar geta nýtt sér Upplifðu til að láta sig dreyma og til að leggja grunn að skipulagningu ferðar sinnar. Markmiðið að hvetja ferðamenn til að kanna enn frekar nærumhverfi sitt og upplýsir kerfið ferðamenn um staði og afþreyingu sem í boði er á Suðurlandi útfrá áhugasviði hvers og eins. Notandinn raðar saman sinni ferð og raðar þá kerfið ferðinni saman og sýnir þá staði sem eru nálægastir upphafsstað notenda. Í rauntíma spilast svo myndband af vali viðkomandi sem með einum smelli er hægt að hala niður myndbandinu, deila því á samfélagsmiðlum og/eða hlaðið niður ferðalýsingu á pdf formi útfrá því sem var valið. Notendur geta valið mismunandi upplausn myndbanda eða mynda

Samfélagsmiðlar

Markaðsstofan heldur úti samfélagsmiðlum á íslensku og ensku til að vekja athygli á landshlutanum og vekja áhuga gesta á að heimasækja hann.

  /upplifdusudurland / visitsouthiceland 

  /sudurland / southiceland 

 /visitshouthiceland

Kynningarefni

Markaðsstofan kynnir einnig landshlutann í öðru kynningarefni s.s. kynningarbæklingum, landshlutakortum og fleiru.



 

Fjölmiðlaumfjallanir og almannatengsl

Markaðsstofan fær inn til sín fjölda fyrirspurna frá blaðamönnum og áhrifavöldum um allan heim. Innsendar fyrirspurnir eru flokkaðar eftir mikilvægi og mörkuðum og út frá því miðast aðstoð viðkomandi; allt frá ábendingum í að koma á tengslum inn á svæðið og upp í móttöku og eftirfylgni. Þá sendir Markaðsstofan reglulega fréttabréf með helstu fréttum og nýungum til erlendra ferðaheildsala.

Markaðsstofan vinnur einnig að fjölmiðlaferðum í samstarfi við Íslandsstofu og aðstoðar við svörun sem til þeirra leita. Þá hefur Markaðsstofan aðgang að gagnagrunni Íslandsstofu sem heldur utan um upplýsingar um blaðamenn og áhrifavalda víðs vegar að úr heiminum, sem mögulegt er að nýta til að finna aðila útfrá skilaboðum og áherslum hverju sinni.

Þá tekur Markaðsstofan saman efni fyrir fréttabréf Íslandsstofu sem sent er á mismunandi markaði, bæði til neytenda og ferðaheildsala. Markaðsstofan á einnig í virku samtali við þær almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með á erlendum mörkuðum, um áherslur landshlutans hverju sinni.

Ferðasölusýningar og vinnustofur

Markaðsstofan tekur þátt í ferðasölusýningum og vinnustofum bæði hér heima  og erlendis, byggt á áherslum ársins. Á hverju ári tekur Markaðsstofan þátt í ferðasýningunni Vest Norden, Mid Atlantic annað hvert ár og svo völdum sýningar og vinnustofur erlendis eftir áherslum hverju sinni. Á sýningunum og vinnustofunum er myndað og viðhaldið viðskiptatenglsum á helstu lykilmörkuðum sem og sóttar hugmyndir og upplýsingar um helstu málefni greinarinnar á heimsvísu. 

Þá stendur Markaðsstofan, ásamt markaðsstofum landshlutanna, árlega að einni stærstu ferðasýningu á landinu, Mannamóti markaðsstofa landshlutanna. Markmiðið er að kynna ferðaþjónustu landshlutanna fyrir fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu.

Kynninga- og FAM ferðir

Markaðsstofan stendur fyrir 2-3 kynningaferðum á ári fyrir innlenda ferðaheildsala. Þar er áhersla lögð á nýungar á svæðinu, bæði meðal starfandi og nýrra fyrirtækja. Þá skipuleggur Markaðsstofan FAM ferðir, í samstarfi við Íslandsstofu, fyrir ferðaheildsala frá erlendum mörkuðum út frá áherslum hverju sinni.

Í tengslum við ferðasýningarnar Vest Norden og Mid Atlantic skipuleggur Markaðsstofan svokallaða "pre og post" ferðir fyrir gesti sýninganna. 

Herferðir/vegferðir

Ferðumst á suðrænar slóðir - innanlandsherferð 2020/2021

   

Ef þitt fyrirtæki vill vera beinn þátttakandi og þar með hluti af öflugu markaðsstarfi landshlutans, smelltu hér og kynntu þér aðild að Markaðsstofunni.